Sögusafnið
Í fyrsta sinn gefur að líta á einum stað sögufrægar persónur og stórviðburði Íslandssögunnar, frá landnámi til siðaskipta sem standa ljóslifandi fyrir augum okkar með einstökum hætti.
Sögusafnið er safn sem færir þig nær andartaki sögulegra atburða. Safnið endurspeglar þá atburði sem best lýsa sögu okkar, skópu örlög alþýðunnar og sýna forvitnilegar hliðar á landi og þjóð. Í þessu fjölbreytilega og lifandi safni er jafnt íslenskum sem erlendum gestum veitt tækifæri til að kynnast Íslandsögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.