Fara í efni

Röstin - veitingastaður

Röstin er staðsett á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga. Þar er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði allt árið um kring. Útsýnið frá Röstinni er frábært og hægt að njóta sólarlagsins yfir Snæfellsjökil, fjölbreytts fuglalífs og stundum má sjá hvali rétt undan ströndinni.

Heimsókn á Byggðasafnið á neðri hæðinni og í stóra vitann er er frábær viðbót við góðan málsverð á Röstinni.

Vitarnir á Garðskaga voru byggðir 1897 og 1944. Röstin stendur un 20 metra frá ströndinni og útsýni yfir Faxaflóann og mikið fuglalíf gera heimsókn á Röstina að sérstakri upplifun.

Stóri vitinn er sá hæsti á Íslandi og geymir hann tvær áhugaverðar sýningar, norðurljósasýningu og hvalasýningu. Frá toppi vitans er stórkostlegt útsýni.

Það er líka tjaldsvæði á Garðskaga.

Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com

Opið:
Mánudaga-Miðvikudaga kl. 17 - 21

Fimmtudaga-Sunnudaga kl. 12 - 21

Hvað er í boði