Fara í efni

Ljósmyndasafn Reykjavíkur - Borgarsögusafn

Safnið varðveitir um 5 milljón ljósmynda sem teknar hafa verið af atvinnu- og áhugaljósmyndurum á tímabilinu um 1870 til 2002. Um 30 þúsund þeirra eru aðgengilegar á myndvef safnsins. Safnið stendur árlega fyrir fjölbreyttum sýningum með áherslu á sögulega og samtíma ljósmyndun, í listrænu sem menningarlegu samhengi. Á safninu er lítil búð og þar gefst gestum einnig kostur á að skoða ljósmyndir úr safneign á þar til gerðum skjám. 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur heyrir undir Borgarsögusafn – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Opnunartími:
Mán-fim: 10-18
Fös: 11-18
Helgar: 13-17

Hvað er í boði