Reykjavik Food Lovers Tour - Matarganga
Við leggjum áherslu á þjóðlegar hefðir í matargöngunni okkar enda hafa ferðamenn áhuga á því að smakka á einhverju sem finnst ekki í þeirra heimalandi.
Það er gaman að fræðast um það hvernig við komumst af hér á Íslandi í gegnum aldirnar og sú saga er sögð með gómsætum matarbitum og fróðleik í bland.
Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.
Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.
Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.