Reykjavik Beer & Booze Tour - Bjór & Áfengis rölt
Áfengissaga okkar Íslendinga er um margt áhugaverð og skemmtileg.
Á þessu barrölti kynnumst við drykkjumenningu okkar aðeins nánar, röltum á milli þriggja frábærra bara ásamt því að smakka á 10 mismunandi bjórum. Þetta er útgáfa af bjórskóla með sögulegu ívafi.
Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.
Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.
Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.