Pearls of Icelandic Song
Lýsing: Draumalandið, Á Sprengisandi og Maístjörnuna eru sönglög sem allir Íslendingar þekkja. Á tónleikum okkar flytjum við helstu perlur íslenskra sönglaga; segjum frá höfundum þeirra og tilurð. Öll lögin eru auðvitað sungin á íslensku en kynningar og þýðingar eru á ensku til að auðvelda gestum okkar að komast inn í þennan spennandi heim sem íslensk tónlist er.
Flytjendur eru rjóminn af ungum íslenskum söngvurum og píanistum í bland við eldri og reyndari listamenn.
Þessir tónleikar henta fólki á öllum aldri, bæði erlendum gestum okkar og íslendingum og eru þar að auki tilvalinn leið fyrir eldri kynslóðir til að hlusta á uppáhaldslögin sín í nýja tónlistarhúsinu okkar.