Þín leið
Þín leið er jóga- og ráðgjafarstöð sem leggur áherslu á útijóga og ráðgjöf úti í náttúrunni. Í boði eru jógagöngur og jógaferðir á Íslandi allan ársins hring af fjölbreyttri lengd.
Jógaferðir í boði:
- Gönguhugleiðsla í Reykjavík
- Jógagöngur í nágrenni höfuðborgarinnar (síðdegi og kvöld)
- Dagsgöngur og dagsferðir á SV-, S- og V-landi
- Umbreytandi ferðir (hlédrag) með jóga og ráðgjafarvinnu
- Hálendisferðir: Bakpoka- og rútuferðir
Sumar/haust 2021:
- Síðdegis- og kvöldgöngur ágúst - september
- Dagsgöngur með jóga frá ágúst
- Jógaferð að Landmannahelli, 10-12.september: Gönguferðir, jóga úti og inni, hugleiðingar til sjálfseflingar
- Sjálfseflandi ferð í Öræfi, 1.-3.október. Gönguferðir, náttúrujóga, markmiðavinna
Lengd, erfiðleikastig og innihald:
- Ferðirnar eru mislangar, frá stuttum gönguhugleiðslum sem taka eina klukkustund og 2 – 3 klst. jógagöngu upp í vikuferðir um hálendið
- Áreynslan er breytileg, frá frekar léttum „eins skóa“ göngum upp í erfiðari þriggja „skóa“ göngur
- Áherslan í ferðunum er að njóta náttúrunnar, kyrrðar og samveru. Stunda jóga í náttúrunni og draga athyglina inn á við
- Ferðirnar ýta okkur úr vananum með því að færa okkur aðeins út fyrir boxið og reyna stundum á eigið þor
- Löng reynsla af jógaferðum á Íslandi á öllum árstíðum, í mismunandi veðrum og svæðum
- Jóga er fjölbreytt og því hægt að velja um standandi, sitjandi og liggjandi jógastöður, hugleiðslur, öndunaræfingar, slökun eftir hvað hentar.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana: hronn@thinleid.is