Pakkhús veitingar
Pakkhúsið er veitingastaður sem staðsettur er við höfnina með útsýni yfir
bátana og bryggjulífið. Pakkhúsið opnaði 2012 og hefur frá upphafi verið
vinsæll kostur heimamanna og ferðalanga. Pakkhúsið býður uppá fjölbreyttan
matseðil fyrir alla aldurshópa með aðaláherslu á íslenskan humar og íslenskt
hráefni. Í hádegi er léttari matseðill í boði. Stór pallur er fyrir utan þar sem hægt er að njóta á
góðviðrisdögum.
Verið velkomin á Pakkhúsið