Útihreyfingin
Útihreyfingin er hreyfing um hreyfingu. Alls konar hreyfingu. Í stærsta æfingasal landsins. Úti! Við bjóðum upp á skipulagðar útiæfingar þrisvar sinnum í viku, auk grunnnámskeiðs í útihreyfingu sem er haldið þrisvar á ári, Landvættaþjálfun, og alls kyns námskeið í útivist.
Við skipuleggjum líka ævintýraferðir um Ísland allan ársins hring. En við viljum líka kanna ný lönd og förum reglulega með hópa í ævintýri utan landssteinanna í hlaupa- og gönguferðir, kajakferðir og á gönguskíði. Útihreyfingin tekur einnig að sér að skipuleggja draumaferðir sérsniðnar og hannaðar utan um vina- eða starfsmannahópa.