Ómur Yoga & Gongsetur
Verið velkomin í bjarta og fallega yogastöð í hjarta Akureyrar, við Ráðhústorg.
Við bjóðum upp á fjölbreytta yogatíma, gongslökun, yoga nidra og gestakennara (innlenda og erlenda) því okkar hjartans ósk er að þetta sé staður þar sem allar sálir geta lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu á eigin lífi.
Við erum einnig gongsetur og veitum ráðgjöf um og seljum gong. Við bjóðum einkatíma og námskeið í þessari ævafornu heilunarlist.
Yoga er upprunnið fyrir mörg þúsundum ára. Það kemur frá Indlandi og hefur í raun verið í sífelldri þróun frá upphafi tíma milli kynslóða og kennara. Orðið yoga þýðir yoke eða sameining; tenging.
Ástundun yoga færir okkur jafnvægi innra og ytra og leitast við að gera okkur að heilsteyptari manneskjum sem eru færar um að takast á við lífsins áskoranir af yfirvegun í tengslum við innri styrk.