Skíðamiðstöð Austurlands, Oddsskarði
Í Oddsskarði á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta sem fer upp í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, þar se, við blasir ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð.
Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Þá er skíðamiðstöðin með Stubbaskóla fyrir yngstu börnin.
Um páskana er haldið Páskafjör og er þá jafnan mikið um að vera í skarðinu. Þetta er frábær fjölskylduhátíð með margar skemmtilegar hefðir eins og sparifataskíðadag, páskaeggjaleit og minningarmót Gunnar Ólafssonar. Þá er brettafólki gert hátt undir höfði með haganlega gerðum brettabrautum og –pöllum.
Opnunartími á veturna er mánudaga til föstudaga kl. 14:00 til 20:00 og kl. 10:00 - 16:00 um hekgar. Opið er svo framarlega sem nægur snjór er til staðar. Mögulegt er að leigja skíði og snjóbretti.