Nýidalur - Ferðafélag Íslands
Í Nýjadal á Sprengisandi eru tvö sæluhús og alls eru þar gistirými fyrir 54 manns.
Skálarnir tveir eru á tveimur hæðum og eru svipað uppbyggðir. Á jarðhæð er anddyri, vel búið eldhús og gistisalur með kojum. Á efri hæðinni eru svo svefnloft. Skálarnir eru olíukynntir.
Gott salernishús með sturtum er skammt frá skálunum og vetrarkamar er á bak við salernishúsið. Tjaldsvæðið er skammt frá.
Frá skálanum er hægt að ganga á Tungnafellsjökul, einnig er hægt að ganga um Mjóháls austur í Vonarskarð