Norðurljósahús Íslands
Í smábæ austur á fjörðum er að finna Norðurljósahús Íslands. Þar er boðið upp á norðurljósasýningu í Wathneshúsinu en þar verður sýningin staðsett þangað til Norðurljósahús Íslands opnar í endanlegri mynd í Bryggjuhúsinu árið 2018. Sýningin byggir á mögnuðum myndum þeirra Jónínu og Jóhönnu og ber heitið “Dansað við fjöllin”. Myndirnar eru teknar í Fáskrúðsfirði þar sem hinn tignarlegi og fagri fjallahringur umlykur fjörðinn og gerir því norðurljósaupplifunina einstaka.