Nordic Visitor
Nordic Visitor er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að hanna, skipuleggja og starfrækja ferðir fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og hópa um Ísland, Norðurlönd, Bretland og Írland.
Nordic Visitor býður upp á mikið úrval af fjölbreyttum ferðapökkum á vefsíðu sinni en þar er hægt að velja um mismunandi ferðastíla sem henta hverjum og einum. Höfuðstöðvar Nordic Visitor eru í Reykjavík en þar að auki erum við með skrifstofur í Edinborg og í Stokkhólmi.