Nínukot ehf.
Við bjóðum Work & Travel, sjálfboðavinnu, málanám & Au pair verkefni um víða veröld.
Markmið Nínukots er að þeir sem taka þátt í verkefnum okkar upplifi verkefni sem breyta þeim fyrir lífstíð. Nínukot starfar með fjölda samstarfsaðila víðs vegar um heiminn. Með því að fara í gegnum Nínukot, frekar en á eigin vegum, getur þú treyst á okkar stuðning!
Meira öryggi – mitt í ævintýrinu...
Áður en lagt er í hann þá veistu hvert þú ert að fara, hvar þú munt gista og að einn af okkar frábæru samstarfsaðilum verður til staðar fyrir þig á meðan á dvölinni stendur.
Við aðstoðum ef vandamál koma upp erlendis.
Án nokkurs fyrirvara geta vandamál komið upp – vegabréfið týnist, veikindi, árekstrar við atvinnurekendur, fjölskyldu eða yfirvöld. Þegar þessar aðstæður koma upp er gott að vita að við ásamt samstarfsaðilum okkar erlendis eru til staðar til að aðstoða eins fljótt og hægt er.
Við upplýsum um aðstæður og ástandið í löndunum okkar. Jarðskjálftar, átök í kjölfar kosninga, hryðjuverk eða svínaflensan – ef hætta er á að neyðarástand skapist þá viljum við að þátttakendur okkar séu upplýstir. Samstarfsaðilar okkar láta okkur vita samstundis og við látum þig vita. Ef nauðsynlegt er að breyta ferðáætlunum látum við vita tímanalega.
Við spörum þér tíma
Það tekur okkur yfirleitt nokkra mánuði að finna, kynna okkur og tékka á nýjum samstarfsaðilum þegar við erum að velja ný verkefni. Þetta er tími og vinna sem þú sparar þér með því að fara í gegnum okkur.
Áratuga reynsla
Nínukot hefur 17 ára reynslu í Work & Travel verkefnum og á þessum tímabili höfum við aðstoðað þúsundir Evrópskra ungmenna við að kynnast nýju landi, menningu og tungumáli, - á Íslandi.
Þessa reynslu höfum við nýtt við val á traustum samstarfsaðilum, spennandi verkefnum og stuðningi við þátttakendur okkar í Vinna um víða veröld.