Neðra-Vatnshorn
Sveitagisting í rólegu umhverfi í gömlu húsi með sál.
Gisting í sérhúsi með sameiginlegt baðherbergi og WC, setustofu og eldhús. Eitt hjónaherbergi með tvíbreytt rúmi, eitt twin herbergi með 2 einstaklingsrúm, þriggja manna herbergi með aukadýnu fyrir t.d. eitt barn. Tilvalið fjölskylduherbergi fyrir hjón með tvo börn/unglinga. Uppbúin rúm og handklæði fylgja. Húsið getur verið leigt út í sólarhring eða í lengri tima fyrir allt að 8 manns. Í boði er að koma með sitt eigið lín og fá afnot af sængum fyrir 7-8 manns.
Gisting í 2 smáhýsum fyrir tvo með sérbað og uppbúin rúm. Enginn eldurnaraðstaða í herbegjum en hægt að hita vatn , instant kaffi og te innifalið í herbergjum. Sólpallur fyrri framan hverja gistieiningu með útsýni á Miðfjarðarvatn.
Morgunmatur er í boði þar sem lögð er áherslu á heimatilbúna afurðir. Allt brauð er bakað heima og sulturnar eru einnig heimagerðar. Áhersla er lögð á íslenskt hráefni. Hægt er að fá morgunmat sniðinn fyrir þá sem eru á grænmetisfæðu eða vegan og með mataróþól en það þarf að panta það fyrirfram.
Í boði er stutt bæjarrölt með leiðsögn um bæinn með kynningu á búskap bæjarins og vélakosti.
Gönguleiðir frá bænum upp á fjall og einnig góðar gönguleiðir í nágrenni, fjörugöngur á Vatnsnesinu.
Hægt er að fylgjast með sauðburði í mai , sjá nýfædd folöld í júni og júli, fylgjast með heyskap í júli og rúllutækninni.
Það eru nokkrir hestar á bænum til sýnis fyrir gesti og teymd er undir börnum.
Þeir sem gista mega veiða á stöng í læk.
Góð veiðivötn í næsta nágrenni og upp á Arnavatnsheiði.
Stutt er í verslun og sund á Hvammstanga sem er í aðeins 12 km fjarlægð frá bænum. Margir áhugaverðir staðir til að skoða í nágrenni og tilvalið að fara í dagsferð upp á Arnavatnsheiði til að njóta kyrrðarinnar.
Verið velkomin!