Fara í efni

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er ein stærsta sýning uppstoppaðra dýra á Íslandi ásamt fjölbreyttu steinasafni.

Á sýningunni Heimkynni birtist náttúra landsins eftir búsvæðum lífríkisins. Við ferðumst frá sjónum við Íslandsstrendur upp eftir landslaginu og fáum skýra mynd af fjölbreytileika náttúrunnar.

Sýningin Á flekaskilum gerir grein fyrir hinni miklu eldvirkni sem er að finna á Íslandi sem leiðir reglulega til eldsumbrota. Mikið úrval af helstu steindum og bergtegundum Íslands eru til sýnis, ásamt íslenskum steingervingum.

 

Opnunartími:

Virka daga: 8:00 -18:00
Laugardaga: 11:00 -17:00
Sunnudaga: Lokað
 

Hvað er í boði