Fara í efni

Myntsafn Seðlabanka Íslands

Stofninn í myntsafninu er íslensk mynt og seðlar, erlendir peningar frá fyrri öldum, einkum þeir sem koma við íslenskar heimildir, og auk þess yngri gjaldmiðill helstu viðskiptaþjóða Íslendinga. Í safninu eru nú hátt í tuttugu þúsund myntir og nálægt fimm þúsund seðlagerðir. Þá er í safninu allgóður handbókakostur um myntfræði.

Seðlabanki og Þjóðminjasafn Íslands hafa með sér samstarf um rekstur myntsafnsins. Samningur um það efni var staðfestur af menntamálaráðherra 28. janúar 1985. Þar er kveðið á um að myntfræðilegt efni stofnananna beggja skuli haft í einu safni sem bankinn rekur, þó þannig að jarðfundnar myntir og sjóðir séu eftir sem áður í Þjóðminjasafni.

Yfirlitssýningu á efni úr myntsafninu hefur verið komið fyrir á fyrstu hæð í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um starfsemi Seðlabanka Íslands og skylda starfsemi.

Opnunartími:
ATH: safninu hefur verið lokað í bili vegna framkvæmda.

Hvað er í boði