Melódíur minninganna - Jón Kr. Ólafsson
Tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar á heimili hans á Bíldudal er eitthvað sem enginn sem á leið um svæðiðl ætti að láta fram hjá sér fara. Þar kennir svo sannarlega margra grasa og Jón er líka afbragðsfróður og skemmtilegur heim að sækja.
Í safninu Melódíur minninganna - ljósm. Árdís og Harpa
Safnið var opnað þann 17. júní árið 2000 og eru þar margar gersemar íslenskrar tónlistarsögu. Hér má finna skemmtilega muni sem tengjast mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, s.s. Hauki Mortens, Ellý og Vilhjálmi og Ingimar Eydal.
Safnið var opnað þann 17. júní árið 2000 og eru þar margar gersemar íslenskrar tónlistarsögu. Hér má finna skemmtilega muni sem tengjast mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, s.s. Hauki Mortens, Ellý og Vilhjálmi og Ingimar Eydal.
Opið kl. 13-18 og eftir samkomulagi.