Mundo ehf.
MUNDO býður upp á innihaldsríkar ferðir þar sem saman fara menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Mundo býður upp á skiptinám fyrir unglinga til Spánar, Frakklands, Þýskalands og Bandaríkjanna auk þess sem Mundo heldur árlegar sumarbúðir fyrir 13-16 ára á Íslandi og Spáni. Ekki má gleyma sérhæfingu Mundo í sívinsælum ferðum um Pílagrímastíginn, prjónaferðum til Lettlands, slökunarferðum til Póllands, skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði auk þess að sérhanna námsferðir erlendis fyrir skólastarfsmenn. Loks stendur Mundo fyrir ferðum á framandi slóðir líkt og Perú og Georgíu, að ógleymdum fjölmörgum ferðum til Marokkó.