MOKKA KAFFI
Mokka kaffi var stofnað árið 1958 af Guðmundi Baldvinssyni og Guðnýju Guðjónsdóttur. Segja má að Espresso-kaffihúsamenningin á Íslandi hafi hafist þegar Mokka var opnað en þar var fyrsta Espresso kaffivél landsins. Á Mokka kynntust landsmenn ekki aðeins nýrri tegund af kaffi, heldur einnig því að kaffi og myndlist áttu góða samleið. Bjóðum upp á ítalskt kaffi, heitt súkkulaði, meðlæti, samlokur og að margra mati bestu vöflur bæjarins.