Stólabílar ehf.
Leiga á hjólastólabíl er ný þjónusta fyrir fólk í hjólastól og aðstandendur þeirra til að gera sér dagamun. Bílaleigan Stólabilar er með sérhannaða bíla fyrir hjólastóla. Við viljum að fólk geti notið þess að eiga notalega samverustund, á eigin forsendum. Það er virkilega leitt að þurfa að drífa í sig eftirréttinn af því að bíllinn er kominn, tíminn er búinn. Markmiðið er að veita fólki í hjólastólum og aðstandendum þeirra frelsi til að ferðast á eigin forsendum, þegar þeim hentar.
Stólabílar geta einnig boðið upp á styttri ferðir, t.d. skoðunarferðir, með bílstjóra.