Mandi - Sýrlenskur Veitingastaður
Mandi var stofnað árið 2011. Mandi var lengst af eingöngu staðsett í Veltusundi 3 við Ingólfstorg en árið 2019 opnaði Mandi nýjan stað í Skeifunni sem býður upp á sama matseðil og Mandi í Veltusundi. Árið 2020 opnaði svo Mandi enn einn staðinn en sá er staðsettur í Hæðasmára 6 í kópavogi. Mandi býður einnig upp á vinsæla veisluþjónustu á frábæru verði.
Markmið Mandi er að bjóða Íslendingum upp á alvöru sýrlenskan mat á sanngjörnu verði.