Fara í efni

Lónkot Sveitasetur

Lónkot Sveitasetur bíður gestum sínum uppá kúltúr og krásir úr Matarkistu Skagafjarðar. Lónkot er staðsett 12 km norðan við Hofsós í magnaðri náttúru Þórðarhöfða og hinna stórbrotnu eyja fjarðarins Málmeyjar og Drangeyjar. Frá árinu 1991/95 hefur verið rekinn gisti –og veitingastaður í Lónkoti sem hlotið hefur mikið lof fyrir gestrisni og matargerðarlist.
Lónkot býður uppá rómantíska og fjölskylduvæna gistingu í herbergium með eða án baðs sem öll eru sérinnréttuð. Afnot af heitum potti fylgir næturgistingu í herbergjum. í Lónkoti er einnig boðið uppá tjaldstæði.
í Lónkoti er rekið eitt þekktasta sælkeraeldhúsið á landsbyggðinni (Heimsendakrásir á heimsmælikvarða, Morgunblaðið) sem skapað hefur sér sérstöðu með skapandi meðhöndlun og framsetningu staðbundins og árstíðabundins hráefnis úr Matarskistu Skagafjarðar. Ástríðukokkar Lónkots leggja áherslu á hönnun matar úr blómum, jurtum og berjum úr Lónkotslandinu sem borinn eru fram með ferskum fiski úr sjó og vatni, fjallalambi og fugli úr eyjunum. Lónkot er félagi í Slow Food samtökunum.  

í Sölvastofu veitingahúsi Lónkots gefur að líta hina sérstæðu myndlist frægasta förumanns Íslands, Sölva Helgasonar (Solon Islandus). Árið 1995 var Sölva reistur heiðursminnisvarði sem unninn var af Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara. Fleiri valinkunnir myndlistarmenn hafa dvalið og skilið eftir sig verk í Lónkoti eins og Katrín Sigurðardóttir, Páll á Húsafelli og Örn Þorsteinsson auk þess sem fjöldi listamanna hafa sýnt í Sölvastofu m.a Helgi Þorgils, Sigurbjörn Jónsson, Páll á Húsafelli, Pétur Gautur og Ragnar Páll Einarsson.

 

Hvað er í boði