Local Travel
Local Travel er dagsferða- og viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í afþreyingu og náttúruupplifun í sínu nærumhverfi.
Fyrirtækið er rekið af hjónunum Möggu og Adda sem ákváðu að söðla um og flytja úr stórborginni í Landsveitina. Magga er söngkona, ferðamálafræðingur, viðburðastjórnandi og náttúruunnandi. Hún er þekkt fyrir að vera þúsundþjalasmiður með reynslu og áhuga á menningu og skapandi greinum. Addi er mikið náttúrubarn sem hefur áralanga reynslu af leiðsögn. Árbakkinn er þó hans uppáhaldsstaður en hann hefur verið ástríðufullur veiðimaður frá barnæsku. Bakgrunnur hans og reynsla liggur í sölu, markaðs og þjónustustjórnun fyrirtækja.
Við tökum að okkur skipulagningu á viðburðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga- gönguferðir, hópefli, vinnufundi, ráðstefnur& brúðkaup. Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og klæðskerasníðum ferðir og viðburði að óskum viðskiptavina og mælum með gistimöguleikum sem henta hverjum og einum.