Byggðasafn Húnv. & Strandamanna
Byggðasafn Húnvetninga- og Strandamanna býður ykkur velkomin í heimsókn. Safnið er í eigu sveitarfélaga við Húnaflóa og var stofnað fyrir fimmtíu árum síðan. Á safninu er margt einstakra muna sem geyma sögu og menningu byggðalagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst hákarlaveiðiskipið Ófeig úr Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er inni á safninu baðstofa frá Syðsta-Hvammi við Hvammstanga auk fjölda fallegra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tuttugustu aldar.
Velkomin á safn í sókn!
Þjónustugjald: 1000 kr fyrir fullorðna, 700 kr fyrir öryrkja og eldriborgara. Ókeypis fyrir börn.
Opið alla daga milli 09 og 17. Yfir vetrartímann er opið eftir samkomulagi.