Fara í efni

Listasafn Háskóla Íslands

Listasafn Háskóla Íslands var stofnað árið 1980 með listaverkagjöf hjónanna Sverris Sigurðssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur og var stofnskrá safnsins staðfest af forseta Íslands í apríl 1980.

Listasafn Háskóla Íslands hefur með höndum varðveislu og viðhald stofngjafar og annarra verka í eigu þess og stuðlar að rannsóknum á íslenskri listasögu. Það stendur einnig fyrir sýningum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra. Sérstök deild í safninu nefnist Þorvaldssafn, eftir Þorvaldi Skúlasyni listmálara, enda eru verk eftir hann uppistaða stofngjafarinnar sem nam alls 140 listaverkum.

Háskóli Íslandsistasafn Háskóla Íslands hefur þá sérstöðu í safnaflóru landsins að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki HÍ. Það þýðir að verk í eigu safnsins eru sett upp víðs vegar um stofnanir og byggingar háskólasamfélagsins.

Opnunartími Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
Sumar: 10:00-20:00 10:00-20:00 10:00-20:00
Vetur: 08:00-20:00 08:00-20:00

 

08:00-20:00

Hvað er í boði