Leikfangahúsið á Akureyri
Í elsta bæjarhluta Akureyrar eru húsin nánast eins og dúkkuhús. Einu þeirra hefur verið breytt í Leikfangahús, fullu af leikföngum frá síðustu 100 árum. Bílar, dúkkur, spil, brúður, ofurhetjur… Hver ímyndaði sér ekki að fá að leika sér í leikfangaverslun. Komdu og upplifðu æskuna og taktu krakkana með þér. VARÚÐ! Það gengur oft hægt að fá krakkana út, þið vitið hver þið eruð!
Húsið heitir Friðbjarnarhús eftir Friðbirni Steinssyni sem það reisti og bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Í húsinu var Góðtemplarastúka Íslands stofnuð og á efri hæðinni er fundarherbergi hennar.
Leikfangahúsið er 200 metrum frá Nonnahúsi, Minjasafninu og Minjasafnsgarðinum.
Opnunartími:
1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17.
Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Leikfangahúsið.
Verð:
Stök heimsókn 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri – Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1000 kr.
Miðinn gildir út árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás.