Lava restaurant, Bláa lóninu
Á LAVA helst einstakt íslenskt umhverfi og matur sem byggir á hreinu íslensku hráefni í hendur og veita einstaka íslenska upplifun. Ferskt sjávarfang og íslenskt lambakjöt setja svip sinn á matseðilinn. Nálægð við Grindavík tryggir aðgang að fersku sjávarfangi á degi hverjum.
LAVA er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið. Einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið.