Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og gegnir jafnframt hlutverki rannsóknarbókasafns Háskóla Íslands. Safnið varð til við sameiningu Háskólabókasafns og Landsbókasafns Íslands árið 1994.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hefur að geyma flestar bækur og hljóðrit sem gefin hafa verið út á Íslandi. Þar er einnig stærsta safn erlendra fræðirita á landinu.
Á vef safnsins er aðgangur að fjölda rafrænna tímarita og fræðilegum gagnagrunnum, ásamt margvíslegum upplýsingum um safnið.
Sýningarrými safnsins eru þrjú. Þar eru sýningar árið um kring, bæði úr eigin safnkosti og í samvinnu við aðra.
Til að sjá opunartíma, vinsamlegast smellið hér .