Fara í efni

Krums

Krums er handverks- og hönnunarfyrirtæki staðsett við Grundarfjörð á Snæfellsnesi. Krums er með netverslunina krums.is og þar má finna okkar vörur og panta.

Í vöruúrvali Krums má finna ýmsar vörur til heimilisins, plaköt, skraut í barnaherbergið, jólaskraut og einnig nokkrar vörulínur t.a.m. fuglalínuna okkar íslenskir fuglar, þar eru glasabakkar, hitaplattar og gluggahengi með krumma, kríu, lóu og lunda í nokkrum mismunandi útgáfum.

Krums kappkostar við að bjóða upp á sína eigin hönnun og við framleiðum allt á vinnustofunni að Vatnabúðum við Grundarfjörð.

Ef þú vilt koma og skoða vörurnar er best að setja sig í samband við okkur í netfangið krumshonnun@gmail.com eða hringja í síma 8421307.

Hvað er í boði