Brauðbúðin kaffihús - Kristjáns bakarí
Kristjánsbakarí á Akureyri er bæði bakarí og kaffihús.
Hjá okkur getur þú tekið með nýbakað brauð og bakkelsi eða sest niður í notalegu andrúmslofti og gætt þér á kaffi og nýbökuðu bakkelsi.
Kristjánsbakarí á Akureyri hefur verið starfandi síðan árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.
Kristjánsbakarí er á tveimur stöðum á Akureyri. Eitt í Hrísalundi sem er rétt við KA völlinn og í Hafnarstræti við hjarta miðbæjarins.