Kökulist
Brakandi ferskar samlokur og gæða bakkelsi hefur glatt bæjarbúa í áratugi. Árið 2015 tók Jón Rúnar og Elín eigendur Kökulistar við rekstri Valgeirs bakarís í Reykjanesbæ en bakaríið fagnaði þá 45 ára afmæli það árið.
Okkar markmið er að heilla þig með hollum brauðum sem öll eru sykurlaus, fitulaus og gerlaus, en við höfum horfið til fortíðar þegar kemur að brauðbakstri og góðum kökum þar sem við notum eingöngu gæða hráefni.
Einstaklega huggulegt er að sitja inni með kafiibolla og góðgæti á disk eða njóta veðurblíðunnar úti þegar sú gula lætur sjá sig. Kökulist fullkomnar sunnudagskaffið eða sem góður biti hvaða dag sem er. líttu við og kíktu á úrvalið.