Kirkjuból í Bjarnardal
Kirkjuból í Bjarnardal er hlýlegt fjölskyldurekið gistiheimili á sveitarbæ í faðmi fagurra fjalla við Önundarfjörð, einn af vestfirsku fjörðunum, aðeins 15 mín. akstur frá höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði.
Á Kirkjubóli í Bjarnardal höfum við tekið á móti gestum frá árinu 2004 og leggjum við metnað okkar í að bjóða upp á góða gistingu í fallegu umhverfi. Yfir sumarið skiptumst við á að taka á móti gestum, ásamt góðu aðstoðarfólki. Sumarið 2020 verður Rúna húsfreyja hjá okkur.
Þegar komið er til Vestfjarða eru nær endalausir möguleikar á því að upplifa sífellt eitthvað nýtt. Þegar dvalið er á Kirkjubóli er auðvelt að fara þaðan í dagsferðir um Vestfirði og koma aftur að kvöldi. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem hugurinn er við söguna, náttúruskoðun, gönguferðir eða þá bara að slappa af í notalegu umhverfi. Kirkjuból í Bjarnardal er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi.
Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og án. Morgunverður og eldunaraðstaða er í boði fyrir gesti.
Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti eða síma vegna verðlista og bókana.