Fara í efni

Kattakaffihúsið

Kattakaffihúsið er fyrsta kaffihúsið af sínu tagi á Íslandi. Kaffihús af þessu tagi hafa verið að ryðja sér til rúms út um allan heim sl. ár en það fyrsta opnaði í Taiwan 1998. Kattakaffihús eru sérstaklega vinsæl í Asíu en hafa opnað sl. ár í Bandaríkjunum, Kanada og út um alla Evrópu.

Okkar markmið er að skapa hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem fólk getur slakað á, gætt sér á góðum veitingum og hitt kisurnar okkar.

Við viljum að kisunum líði vel á meðan að þær leita að framtíðarheimili og velferð þeirra er höfð að leiðarljósi á kaffihúsinu. 

Þrátt fyrir að vera kattakaffihús, stefnum við einnig á að vera einstakt kaffihús fyrir alla, ekki bara kattavini, en vonandi ná kisurnar okkar að heilla ykkur upp úr skónum í leiðinni. 

Hvað er í boði