Kalastaðir sumarhús
Sumarhúsin eru 3, eitt er 6 manna og tvö eru 2-4 manna og er vandað til frágangs þeirra.
Stóri bústaðurinn er með 2 svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og að auki er tvíbreiður svefnsófi í öðru þeirra. Í stofu er tungusófi sem hægt er að breyta í tvíbreitt rúm. Eldhúsið er fullbúið, með uppþvottavél og örbylgjuofni. Baðherbergið er með sturtuklefa og góðum innréttingum. Á verönd er stór heitur pottur, gasgrill, borð og stólar.
Í smærri húsunum er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, vel búið eldhús, stofa með tungusófa sem hægt er að breyta í tvíbreitt rúm og gott baðherbergi með sturtu. Á verönd er heitur pottur, gasgrill, borð og stólar.
Verönd allra bústaðanna veit mót suðri og þar er hægt að njóta fagurs útsýnis yfir Hvalfjörðinn.
Við bústaðina er leiksvæði fyrir börnin.
Frítt internet er í bústöðunum.