Kaffifélagið
Kaffifélagið er líklega minnsti kaffibar á landinu og þótt víðar væri leitað. Á Kaffifélaginu er hægt að kaupa kaffi og drekka það á staðnum eða kippa því með sér í götumáli. Á Kaffifélaginu er einnig mikið úrval ítalskra espressobauna, sem er einnig hægt að fá malaðar fyrir hvaða kaffivél sem er. Ítalskar espressovélar uppi um alla veggi og bráðnauðsynlegir fylgihlutir.