Ísbúðin Akureyri
Ísbúðin Akureyri er glæsileg ísbúð í hjarta bæjarins. Ísinn okkar er frá Kjörís og við bjóðum
upp á nokkrar tegundir af ís úr vél ásamt miklu úrvali af kúluís, krapi og pinnaís. Það er bæði hægt að fá vanilluís án viðbætts sykurs úr vél og svo er í boði vegan kúluís (sorbet). Gott úrval af sósum, dýfum og nammi á ísinn eða í bragðarefinn ásamt sjeikum og smooth-ís.
Við bjóðum einnig upp á Nespresso kaffi og kökur, að ógleymdum hollum og ferskum djúsum og samlokum sem hafa slegið í gegn. Samlokurnar eru með okkar góða heimagerða pestói.
Í boði eru m.a. kjúklinga- hráskinku- túnfisk- hummus- og grænmetislokur. Það er hægt að skipta yfir í glutenlaust brauð og fá vegan samlokur og það er val um 10 tegundir af djúsum. Við erum með góða inniaðstöðu með vinalegu andrúmslofti fyrir allt að 50 manns í sæti og skjólgott og sólríkt útisvæði.