Fara í efni

Skíðasvæðið á Ísafirði - Tungudalur/Seljalandsdalur

Skíðasvæðið á Ísafirði er tvískipt:

Tungudalur: alpagreinar
Seljalandsdalur: skíðaganga

Í Tungudal er eina alpagreinasvæðið á Vestfjörðum. Þar eru 3 lyftur og skíðaskáli og mjög góð aðstaða með fjölbreyttum brekkum fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig eru þar alþjóðlegar keppnisbrautir fyrir svig og stórsvig. Skíðasvæðið er allt upplýst. Hægt er að leigja skíða- og brettabúnað í skíðaskálanum.

Á Seljalandsdal er mjög gott göngusvæði með fjölbreyttum og upplýstum brautum, allt frá stuttum byrjendabrautum upp í krefjandi leiðir fyrir keppnisfólk. Brautakerfið lengist smátt og smátt eftir því sem líður á veturinn og síðla vetrar, þegar veður og aðstæður leyfa, má oft finna frábærar brautir sem bjóða upp á skíðaferðir sem spanna tugi kílómetra. Hægt er að leigja búnað á staðnum. Þegar snjóalög eru hagstæð má oft einnig finna troðnar göngubrautir í Tungudal, á svæðinu við golfvöllinn og tjaldsvæðið.

 
Opnunartími: Sjá heimasíðu.  Sími á skíðasvæði er 450-8400 og 456-3125. Símsvari á skíðasvæði: 878-1011.

Hvað er í boði