Inni - gistiíbúðir
Níu notalegar og fallegar íbúðir í kyrrlátu og grónu umhverfi í hjarta bæjarins. Íbúðirnar eru fullbúnar og gestir hafa aðgang að útisvæði með heitum potti og gufubaði.
Allar íbúðirnar eru hannaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Blómabærinn Hveragerði hefur upp á að bjóða ótrúlega fjölbreytta möguleika til útivistar, heilsuræktar og slökunar.