Iceland Writers Retreat
Ritlistarbúðirnar Iceland Writers Retreat eru haldnar ár hvert. Þær eru ætlaðar fólki sem hefur þegar gefið út ritverk eða hyggst hasla sér völl á þeim vettvangi, auk allra annarra sem hafa yndi af skrifum. Þátttakendur sitja saman í litlum málstofum og njóta þar leiðsagnar reyndra höfunda. Jafnframt eru haldin upplestrarkvöld með íslenskum rithöfundum samtímans og farið í fræðsluferðir þar sem kynnast má hinum öfluga bókmenntaarfi Íslendinga.
Lestrarbúðirnar Iceland Readers Retreat eru haldnar ár hvert. Boðið er upp á fyrirlestra og leshringi. Auk þess ferðast þátttakendur um Reykjavík og nærsveitir, fræðast um verk íslenskra samtímahöfunda og eins rithöfundar að utan. Auk þess verður sjónum beint að hinum öfluga sagnaarfi íslensku bókaþjóðarinnar.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.