Iceland Airwaves
Iceland Airwaves hátíðin er haldin í byrjun nóvember ár hvert. Hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem uppskeru- og árshátíð íslenskrar tónlistar, bæði fyrir rótgróna listamenn sem og vettvangur nýrra hljómsveita frá öllum heimshornum til að koma sér á framfæri.
Reykjavíkurborg iðar af lífi og tónlist flæðir um alla króka og kima, frá kirkjum, listasöfnum, rokkbörum, kaffihúsum og plötubúðum. Þúsundir erlendra gesta koma til landsins til að upplifa Airwaves töfrana; allt það besta í íslenskri tónlist og mest spennandi upprennandi bönd heims í hjarta Reykjavíkur.