Veitingahúsið Hvönn
Veitingahúsið Hvönn er staðsett í Skálholti og er opið frá kl. 11:30-21:00. Þar er mikil áhersla lögð á að vinna matinn úr íslensku hráefni og erum við í blómlegu samtarfi við ræktendur og matvælaframleiðendur á svæðinu. Á Hvönn getur þú notið íslenskrar matargerðar matreidda á framúrstefnulegan hátt og við leggjum metnað okkar í að hafa matinn okkar heimalagaðan að hætti hússins. Við vinnum mikið með gerjaðar vörur og erum meðal annars að búa til okkar eigið Kombucha og súrkál, svo eitthvað sé nefnt. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og bjóða ykkur velkomin.
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
Ísorka | 2 x 22 kW (Type 2) |