Hveravík/Söngsteinn
Í Hveravík er tjaldstæði þar sem hægt er að taka á móti 20 hjólhýsum eða ferðabílum. Góð aðstaða er til að elda og borða inni. Stór heitur pottur 2x8m þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir fjörðinn, sturtur eru bæði úti og inni. Í boði er að panta mat fyrir hópa. Eldað úr hráefni úr sjónum eða sveitunum í kring.