Tjaldsvæðið Hveragerði
Tjaldsvæðið er í hjarta bæjarins í gróðursælu umhverfi þaðan sem stutt er í alla þjónustu svo sem sundlaug, leikvelli, matvöruverslun, gjafavöruverslanir, bókasafn, listasafn, reiðhjólaleigu, hestaleigu og Golfvöll. Stutt er í góðar gönguleiðir eins og Heilsuhringinn sem liggur í gegnum sjálft tjaldsvæðið og Reykjadalurinn margrómaði.
Í þjónustuhúsinu er góð salernis og sturtuaðstaða, þvottavél og þurrkari.
Áfast við þjónustuhúsið er hálfþak þar sem aðstaða er til uppvöskunar með heitu og köldu vatni. Eins er gott að sitja þar undir og neita nestis.
Þvottavél og þurrkari eru einnig þar.
Stór tunnugrill eru á staðnum.