Fara í efni

Hveragarðurinn

Hverasvæðið í Hveragerði er staðsett inni í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul og liggur hverasvæðið þvert á þetta gosbelti. 

Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála sem er við Hveramörk, austast á hverasvæðinu. Þar er hægt að afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting jarðhitans fer fram, greint frá dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig það er nýtt. 

Gestir geta upplifað ábatann af lækningaleir á meðan þeir njóta leirbaðs fyrir hendur og fætur á sumrin. Þeir geta einnig fengið sér bita af ljúffengu Hverabrauði sem bakað er við jarðhita og að sjóða sér egg.

Hvað er í boði