Skíðaskálinn í Hveradölum
Skíðaskálinn í Hveradölum er staðsettur við þjóðveg 1 í aðeins 30 km. fjarlægð frá reykjavík. Hveradalir eru eitt virkasta hverasvæði landsins og sannkölluð náttúruperla. Skíðaskálinn er rómaður í hugum Íslendinga fyrir rómantískt og fallegt umhverfi og á sér rúmlega 75 ára sögu.
Skíðaskálinn hefur verið sannkallað sæluhús á miðri Hellisheiði frá því 1935. Sérstaða Skíðaskálans endurspeglast í staðsetningunni sem og yfirbragði byggingarinnar. Í húsinu má upplifa samspil gamla tímans við norræna stemningu sem skilar sér í einstaklega hlýlegum, heimilislegum og rómantískum blæ.
Í Skíðaskálanum er rekin alhliða veisluþjónusta með fjölbreytta matseðla og frábæra aðstöðu fyrir smærri og stærri hópa. Salir okkar taka frá 50 - 300 manns í sæti og þeir eru nefndir Gamla stofan, Koníaksstofan og Arinstofan. Umhverfið Skíðaskálans býður einnig uppá fjölbreytta möguleika með skemmtilegar gönguleiðir, hverasvæði og Hellisheiðarvirkjun á næstu grösum. Skíðaskálinn er staðsettur í sannkallaðri náttúruparadís í faðmi fjalla.
Í Skíðaskálanum er frábær aðstaða fyrir smærri og stærri hópa. Skálinn býður uppá endalausa möguleika við náttúruparadís í faðmi fjalla.
Við gerum verðtilboð fyrir hópa.