Fara í efni

Hvammsvík sjóböð

Sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Öll böðin eru náttúrulaugar þar sem 90 gráðu heitu jarðvarmavatni af svæðinu er blandað saman við sjóinn. Til að tryggja sem besta upplifun fyrir gesti og varðveita náttúruna og umhverfið er gestafjölda hverju sinni stillt í hóf og því þarf að bóka aðgang fyrirfram á heimasíðu. Gestir geta valið á milli inni eða útiklefa og jafnframt notið veitinga á svæðinu.

Hvað er í boði

Stormur Bistro

Stormur býður upp á létta rétti sem eru innblásnir af náttúrunni í kringum Hvammsvík, réttir sem fullkomna heimsókn í sjóböðin í Hvammsvík. Sjávarréttasúpan er löngu orðin heimsfræg en einnig eru í boði veglegar smurbrauðssamlokur, hlaðnar af góðgæti, kaldir drykkir og kökur. 

Njóttu þess besta sem Hvalfjörðurinn hefur upp á að bjóða, sjávarsýn sem er römmuð inn af fjöllunum í kringum fjörðinn.

Stormur Bistro

Inspired by what the raw Icelandic nature around the Hvammsvík estate has to offer, Stormur Bistro has the perfect menu to indulge in after a long relaxing soak at Hvammsvík Hot Springs. Known for it's amazing seafood soup, the bistro also offers loaded open sandwiches, cold drinks and cakes. Located at Hvammsvík Hot Springs in Hvalfjörður fjord, Stormur Bistro offers breathtaking views of the ocean and the nearby mountains.