Tjaldsvæðið Húsavík
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
Rótgróið tjaldsvæði á Húsavík, í göngufæri frá sundlaug og verslun.
Á tjaldsvæðinu eru tvær sturtur, þvottavél og salerni. Frítt internet.
Verð sumar 2024:
Fullorðnir: 2.000kr á mann á nótt
Öryrkjar og eldri borgarar: 1.500kr á mann á nótt
Börn: Frítt fyrir 14 ára og yngri
Rafmagn: 1.300kr á dag
Þvottavél: 800kr
Þurrkari: 800kr
Gistináttagjald: 333kr