Golfklúbburinn Húsafelli
Húsafellsvöllur er 9 holu golfvöllur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár. Víða liggja brautir meðfram og yfir vatn og oft er stutt í skóginn.
Árið 1986 var byrjað að undirbúa jarðveg fyrir golfvöll í Húsafelli. Helstu hvatamenn að uppbyggingu golfvallarins voru Kristleifur Þorsteinsson og Þorsteinn Kristleifsson, sem sá um framkvæmdir. Tíu árum síðar var hann formlega tekinn í notkun.
Golfvöllurinn er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni, golfvallaarkitekt.
Völlurinn er par 72, 5992 m af gulum teigum og 4110 m af rauðum teigum.
Fjölbreytt ferðaþjónusta er í boði að Húsafelli.
Nafn golfvallar: | Holufjöldi: | Par: |
Húsafellsvöllur | 9 |
72 |